Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt.
Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var í grunnskóla þá var kynfræðslan kennd þannig að stelpurnar voru sér og strákarnir sér. Lesa meira “Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?”