Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja.
Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll mörk. Ég er af kynslóðinni sem var barn þegar tölvur voru að koma inn á hvert heimili og almenningur var að fá internettengingu. Kynslóðinni sem notaði Irc-ið og MSN þegar ég var unglingur. Á sama tíma er ég af þeirri kynslóð unglinga sem vissi ekki hvað var í lagi að fá sent og hvað ekki. Lesa meira “Hver eru þín mörk?”