Ég man eftir því að hafa verið ung stelpa sem elskaði mest af öllu að dansa. Ég æfði dans á fullu og hafði rosalega sterka innri áhugahvöt fyrir því, það veitti mér ánægju, gleði og vellíðan að fara á dansæfingu. Ég var full orku og lífsgleði eftir hvern tíma og dansaði í hvert skipti sem tækifæri gafst. Þegar kom að því að fara í menntaskóla valdi ég mér það að fara á Listdansbraut og reyna mitt besta að komast inn á nútímadansbraut í Listdansskóla Íslands. Ég sem hafði aldrei lært stakt ballet spor á æfinni var þá allt í einu komin inn í einn flottasta dansskóla landsins á sínum tíma. Aldrei hafði mig grunað að ég myndi missa áhugann fyrir dansinum á einhverjum tímapunkti. Lesa meira “Mikilvægi innri áhugahvatar í tómstundum”