Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?

Þegar ég horfi í kringum mig hugsa ég: Vá! Þetta poolborð er svo flott, ég er spennt að taka leik! NÆS! Ég get spilað borðtennis! Halló! Hver kemur í FIFA leik í tölvunni? Ég ætla að rústa ykkur og ef ekki þar, þá tökum við leik í foosball! Þetta er geggjað! Það er svo fjölbreytt dagskrá og það er skíðaferð í þessum mánuði! Þetta er allt svo skemmtilegt! Ég veit ekki hvernig ég varð svona heppin fá að taka þátt í þessu öllu! Lesa meira “Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?”

Útskúfun þeirra fullorðnu

Hvers vegna setjumst við ekki niður og tölum við unglingana okkar og fáum þeirra sýn á lífið og tilveruna? Spyrjum þau hvað þeim finnst og hvaða lausn þau finna á vanda okkar fullorðnu varðandi málefni sem þau varða? Við fullorðna fólkið erum allt of fljót að ákveða það að við þurfum að stjórna unglingunum og gæta þess að þau fari ekki ranga leið í lífinu. Með því að stjórna þeim í stað þess að leiðbeina og hlusta getum við líka eyðilagt fyrir þeim. Lesa meira “Útskúfun þeirra fullorðnu”