Kannski er ég með óráði að ganga plankann sjálfviljug að hætta mér inn í umræðuna um getuskiptingu, sérhæfingu, afreksstefnur og fleira en ég held nú samt áfram að ganga með dirfsku og einlægni að vopni. Nú starfa ég sem handknattleiksþjálfari samhliða námi mínu í tómstunda- og félagsmálafræði og hef eftir fremsta megni reynt að sinna því ábyrgðarhlutverki með sæmd og af virðingu. Stúlkurnar sem að ég þjálfa eru í 7.-8. bekk og verð ég að teljast afar heppin að fá að starfa með jafn skemmtilegum, flottum og metnaðarfullum stelpum. Það er hinsvegar fyrir hvert mót þegar komið er að því að tilkynna liðaskiptinguna að mér kemur það til hugar að halda til fjalla, finna mér helli og vera þar um sinn þar til vikan fyrir mót er afstaðin.
Lesa meira “2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!”