Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

„Burtu með fordóma … þetta er engin algebra, öll erum við eins.“

magneaKveikjan að umfjöllunarefni þessarar hugleiðingar, fordómum, er rannsókn sem ég rakst á ekki fyrir löngu. Rannsóknin var frá árinu 2013 og sneri að viðhorfum ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flóttafólks. Mér þótti efnið mjög áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu að undanföru og þeim stóra hópi flóttafólks sem nú er í Evrópu. Um var að ræða viðtalsrannsókn þar sem talað var við 19 ungmenni og voru fimm þeirra sem gerðu skýran greinarmun á „okkur“ og „hinum“. Þetta þótti mér vera „fimm“ of mikið og sýna að eitthvað þarf að breytast. Lesa meira “„Burtu með fordóma … þetta er engin algebra, öll erum við eins.“”