Þegar ég var í Rimaskóla á unglingsaldri árið 2005 til 2008 þá voru frímínútur tími sem ég varði töluvert öðruvísi en ég tel unglinga gera núna í dag árið 2018. Fyrsti dagurinn í 8.bekk var æðislegur af því að þá voru fyrstu frímínúturnar sem ég þurfti ekki að fara út. Goðsagnakennt var það að unglingarnir máttu vera inni í frímínútum en enginn vissi hvað þau voru að gera á meðan við hin þurftum að vera úti að leika okkur. Ég komst fljótt að því að það væri ekki neitt spennandi að fara gerast í frímínútum nema ég og vinur minn myndum láta það gerast sjálfir. Eftir það voru ófáar mínútur sem við vorum að spila með spilastokk sem bókasafnskennarinn lánaði okkur áður en hún fór í kaffi. Lesa meira “Afþreyingarleysi í frímínútum”