Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann Lesa meira “Að vera lesblindur”