Það er auðvelt að líta til baka á æskuárin sín með “nostalgíu”-blik í augunum. Krakkar léku sér úti, enginn átti snjallsíma og allt var einfaldlega miklu betra. Samt er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það var sem veldur því að manns eigin kynslóð hafi verið á betri stað en þær kynslóðir sem á eftir komu því oft er það þannig að hverjum finnst sinn fugl fagur, eins og sagt er. Ég hef sjálfur oft gerst sekur um að slá fram sleggjudómi í þeim málefnum en þrátt fyrir að æskuárin hafi vissulega verið einfaldari tímar er ekki þar með sagt að þau hafi endilega verið betri því það er vissulega flókið að vera unglingur. Nýjar tilfinningar brjótast Lesa meira “Hverjum finnst sín kynslóð fögur”