Að mínu mati eru unglingar í dag minna úti heldur en hér áður fyrr eða eins og ég upplifi það þá eru krakkar og unglingar meira inni að „hanga“ í tölvunni og símanum. Samfélagsmiðlar eru hægt og rólega að taka yfir líf ungra einstaklinga. Sumir segja meira að segja að það sé nú þegar orðið þannig að samfélagsmiðlar hafa tekið yfir lífið hjá mörgum ef ekki flestum unglingum.
En hvað væri þá hægt að gera fyrir þessa unglinga eða hvað geta þau gert er spurning sem margir hafa ef til vill spurt sig. Sú spurning brennur helst á vörum á sumrin þegar unglingavinnan klárast. Vinna sem þau fá í nokkra tíma á dag í aðeins nokkrar vikur af sumrinu. Hvað eiga unglingarnir að gera við allan þann frítíma sem þau þá hafa yfir sumarið?
Hér koma nokkrar lausnir sem gætu hent þér eða ef þú ert foreldi þá gæti eitthvað af eftirfarandi hentað unglingnum þínu.
- Útivera. Ég sjálf hef nýtt mér útiveru og náttúruna til þess að minnka samfélagsmiðlanotkun og svokallaðan skjátíma. Útivera hefur virkilega góð áhrif á alla til að ná aðeins að komast í núið og að vera í núinu. Komast út úr þeim ham sem hversdagsleikinn er.
- Yndislestur. Lesa bók eða hlusta á bók getur gefið manni svo mikið. Það að setjast bara einn með sjálfum sér með eitt stykki bók og lesa, leyfa sér að gleymda sér í bókinni. Yndislestur er vanmetin tómstund sem ég tel að þurfi að auka meira í nútímanum. Það hefur verið ákveðin aukning á lestri á bókum eða réttara sagt hlustun á bókum með nýjum forritum í snjalltækjum eins og Storytel. Storytel er forrit sem er með allar helstu bækur teknar upp og þú getur hlustað á þær hvar sem er og hvenær sem er.
- Ný áhugamál. Sama á hvaða aldri þú ert er alltaf hægt að finna sér ný áhugamál eða taka upp gömul áhugamál og þar má nefna ýmislegt sem ég gæti stungið upp á.
- Bakstur, eldamennska, þrifaður, líkamsrækt eða hreyfing.
- Fyrir foreldra væri hægt að skoða hvað væri í boði í nágrenninu og í því bæjarfélagi sem þið búið í.
- Sjálfboðastarf. Það er alltaf hægt að skrá sig í sjálfboðastarf og taka þátt í því, hvort sem það sé á vegum Rauða krossins eða skátastarfsins eða jafnvel bara bjóða þig fram til þess að hjálpa til heima svo eitthvað sé nefnt.
- Kynnast nýju fólki. Kíktu út og reyndu að kynnast eitthverjum nýjum.
– Fyrir foreldra. Fáðu þau til að kíkja út og mögulega kíkja í félagsmiðstöðina. - Líttu inn á við. Reyndu á þína innri föndur hæfileika svo sem teikna, mála eða þess háttar og prófaðu þig áfram.
– Fyrir foreldra. Leyfðu þeim að prófa sig áfram og hjálpaðu þeim með því að sýna þeim hvað hægt sé að gera. - Skáldskapur. Prófaðu að taka blað og penna og skrifa sögu, ljóð eða lag. Hver veit nema þú búir yfir þeim hæfileika að geta skrifað gott lag sem gæti mögulega verið það flott að það kæmist í útvarpið einn daginn.
– Fyrir foreldra. Ýttu undir að þau prófi sig áfram og jafnvel sýna þeim hvað hægt er að gera með nýrri tækni. - Fáðu þér gæludýr. Til dæmis hund og farðu í göngutúr með hann, kenndu honum ný trix, sem dæmi að setjast og sækja. Ef þú átt ekki hund farðu þá í göngutúr með nágrannahundinn eða hundinn hjá frænda eða frænku.
– Fyrir foreldra. Ef keyptur er hundur þarf að kenna unglingum að sjá um hundinn. Virkja unglinginn með í að taka þátt í uppeldi á hundinum. - Vertu meira með fjölskyldunni þinni. Farðu með ömmu þinni í búð eða kíktu í heimsókn til frænku og frænda.
– Fyrir foreldra. Eyddu meiri tíma með unglingnum þínum, geriði eitthvað saman sem fjölskylda.
Þetta er aðeins brot af því sem hægt væri að gera fyrir unglingana. Með smá hjálp væri hægt að minnka samfélagsmiðlanotkun og fá unglingana til að eyða minni tíma inni í tölvunni.
—
María Lilja Fossdal