Félagsmiðstöðvar eru búnar að vera starfandi hér á Íslandi um nokkur skeið en hversu lengi? Hvenær var fyrsta félagsmiðstöðin stofnuð? Af hverju var hún stofnuð? Við hjá Frítímanum ákváðum að leita svara við þessum spurningum og fleirum. Við veltum fyrir okkur hver væri með þessi svör á reiðum höndum. Hver annar en Árni Guðmundsson, höfundur bókarinnar Saga félagsmiðstöðva og kennari við Háskóla Íslanda. Frítíminn fór á stúfana og hitti fyrir hann Árna Guðmundsson á skrifstofunni hans í Bolholtinu.
Frítíminn ákvað nú á dögunum að prufa í bland nýjar leiðir við miðlun á efni hér á síðunni og tókum því upp viðtal við Árna þar sem saga félagsmiðstöðva er rakin.