Hvatningarverðlaun SFS

Hvatningarverðlaun SFS (skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar) voru veitt nú á dögunum, en þau eru veitt  fyrir framsækið fagstarf í skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs. Markmið Hvatningaverlauna SFS er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem unnið er af starfsfólki og á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs og hvetja til nýbreytni og þróunarstarfs. Á sviði frístundastarfs fengu tvær félagsmiðstöðvar hvatningarverðlaun. Félagsmiðstöðin Miðberg hlaut verðlaun fyrir hæfileikakeppnina “Breiðholt´s got talent” og félagsmiðstöðin Kampur hlaut verðlaun fyrir stuttmyndahátíðina “Hilmarinn”.

Við tókum viðtal við Kára í Miðbergi og Friðmey og Valda í Kampi.

Breiðholt´s got talent

hvatningarverðlaunin

Hugmyndin kom árið 2009 frá Kára Sigurðssyni og Hafsteini Vilhelmssyni en þá var mjög vinsælt hjá unglingum að glápa á Britain´s got talent. Þeir  settu markið hátt og vildu gera þetta strax sem veglegast. Í kjölfarið var haft samband við allar félagsmiðstöðvar í Breiðholtinu og tímasetning ákveðin. Það lá beinast við að halda keppnina í Breiðholtsskóla þar sem má finna glæsilegan sal með góðu sviði. Þeir skiptu með sér verkefnum og sá Hafsteinn um tæknimál og Kári tók að sér að halda utan um atriði, auglýsingar og fleira. Strax í upphafi fengu þeir unglingaráðið með sér í lið og fleiri hæfileikaríka unglinga. Verkefnin sem þau fengu voru af ýmsum toga, má þar nefna tæknimenn, ljósamenn, auglýsingastjóra og margt fleira. Verkefnin voru öll unnin undir handleiðslu starfsmanna. Félgsmiðstöðvarstarfsmenn sinntu hlutverki dómara í keppninnni og settu sig oft í hlutverk ýktra persóna sem völdu síðan fimm bestu atriðin. Áhorfendur keppninnar sáu svo um að kjósa sigurvegara en þetta fyrirkomulag hefur vakið mikla lukku.

Keppnin hefur vaxið og dafnað á síðastliðnum árum og enn fleiri koma að undirbúningi. Svona viðburðir geta ekki orðið að veruleika nema að allir starfsmenn séu samstíga og hefur samstarf félagsmiðstöðanna í Miðbergi verið til fyrirmyndar. Einnig eru unglingarnir reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í að skipuleggja svona flottan viðburð.

Stuttmyndahátíðin Hilmarinn

Hilmarinn er stuttmyndakeppni fyrir unglinga í 8.- 10.bekk í félagsmiðstöðvunum 100og1, 105 og .is. Stuttmyndakeppnin heitir Hilmarinn í höfuðið á Hilmari Oddssyni sem var eitt sinn nemandi í Háteigsskóla. Hann er einnig verndari keppninar og hefur verið dómari frá upphafi.  Hugmyndin að keppninni kom frá tveimur unglingum í Félagsmiðstöinni 105. Þeim langaði að hafa keppni fyrir allar félagsmiðstöðvar sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Kampi. Í ár var Hilmarinn haldinn í þriðja sinn og alls voru tólf myndir sýndar í keppninni.  Þrjár af þeim myndum sem tóku þátt í Hilmarnum í ár unnu til verðaluna á kvikmyndakeppni grunnskólanna sem haldin var í vetur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *