Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu.
Á þeim forsendum má draga þá ályktun að hreyfing er ekki bara góð fyrir líkamlega og andlega heilsu heldur er hún líka góð forvörn. Og eru margar rannsóknir sem styðja við þá staðhæfingu, sem segja að börn sem stunda íþróttir og hreyfingu eru ólíklegri til að rata af réttu brautinni og inní heim fíkniefna. Einnig eru rannsóknir sem kanna tengsl á milli andlegra líðan barna og unglinga og íþróttaiðkunar og hins vegar tengsl milli námsárangurs og hreyfingar unglinga. Niðurstöður þeirra rannsókna sýnaað þau börn sem stunduðu íþróttir séu með betri námsárangur og andlega líðan var mun betri en hjá þeim sem stunduðu engar íþróttir né hreyfingu. Af þessu má draga þá ályktun að mikilvægt sé að foreldrar og uppalendur byrji snemma að hvetja börn til að huga að heilsusamlegum lífsháttum.
Foreldrar eru helstu fyrirmyndir barna sinni svo það er mikilvægt að þau sýni gott fordæmi og temji sér sjálf heilsusamlegan lífstíl. Börnin og unglingar læra það sem fyrir þeim er haft, en mikilvægt er að beina þeim inná heilsusamlegan lífstíl á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynslan og kannanir hafa sýnt fram á að sumarið er tíminn sem unglingar byrja að nota vímuefni, tóbak og áfengi. Það er líka tíminn sem foreldrar, börn og unglingar eiga mestan frítímann. Því er mikilvægt að foreldra verji sem mestu tíma með börnum sínum í uppbyggilegar athafnir og hvetji þau til þess að stunda íþróttir og hreyfingu. Sniðugt væri að foreldrar nýttu tímann vel og finndu uppá skemmtilegum hlutum til að gera sem innihalda samverustund saman sem fjölskylda með hreyfingu. Þó er það ekki einungis á ábyrgð foreldra að stuðla að heilsusamlegri lífsháttum fyrir börn og unglinga heldur líka á ábyrgð bæjar- og sveitafélaga. Þau þurfa að skipuleggja uppbyggingu á leik- og íþróttasvæðum og þurfa að ábyrgjast það að öll börn hafi jöfn tækifæri til hreyfingar og leiks.
Þannig er grunnurinn lagður að því að byggja upp áhuga og vilja til að gera hreyfingu að endurtekinni daglegri rútínu. Dagleg hreyfing er börnum og ungu fólki nauðsynleg að mörgu leiti fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hreyfing stuðlar einnig að heilsusamlegra lífi og kemur í veg fyrir allskyns sjúkdóma
—
Linda Sjöfn Jónsdóttir