Unglingar sem eru í framhaldsskóla eru misjafnir, það eru ekki allir með sömu áhugamál en þegar gengið er inn um aðaldyr framhaldsskóla eru margir draumar og áhugamál. Þetta er fólk framtíðarinnar og ungt fólk nútímans. Ungmennin eru allavega og er mikilvægt að þau fái að halda áfram að rækta sína hæfileika og vinna að sínum draumum sem jafnvel eru tengdir áhugamálum þeirra. Það er mikilvægt að fullorðið fólk sem vinnur með unglingum jafnt sem foreldrar séu tilbúnir að hlusta á hvað ungmennin hafa að segja og vera til staðar fyrir þau. Sumir unglingar eru meira hlédrægir og aðrir opnir sem bók sem auðveldlega væri hægt að lesa en þegar allt kemur til alls þá er enginn eins sem er frábært.
Þegar ungmennin komast í framhaldskóla læra þau önnur viðfangsefni sem hafa ekki verið til boða í grunnskóla, eins og þriðja tungumálið, heimspeki, sálfræði og má telja enn fleira. Stundum finna þau sig betur þar og geta leiðst í aðra átt en þau ætluðu sér. Mikilvægt er að leyfa þeim að fá sitt pláss til þess að þróast og vaxa. Sum eru í tónlistarskóla og önnur í íþróttum sem þau hafa enn brennandi áhuga á eða minnkandi. Framhaldsskólinn er með allskonar unglinga og kynnast þau oft öðru fólki og eignast jafnvel nýja vini þar sem þau gætu verið að sækja skólann úr fleiri áttum en bara hverfinu sem þau búa í. Sumir koma langar vegalengdir aðeins til þess að geta stundað nám við þann skóla sem þau sækjast í.
Í dag er vinsælt meðal ungmenna að dunda sér í snjallsímanum og eru þar á meðal öpp sem unglingar notast við eins og snapchat, facebook og tiktok sem slær heldur betur í gegn. En hversu gott er þetta fyrir unglingana? Ekki er hægt að alhæfa og segja að allir unglingar séu í símanum en margir eru límdir yfir þeim, í sumu skólum hefur verið tekið upp á því að banna símanotkun og eru skiptar skoðanir á því hvernig það er að ganga. Sumir eru jákvæðir og aðrir neikvæðir enn á heildina litið virðist það koma betur út en í skólum sem eru með þá leyfða.
Svefn unglinga mikilvægur fyrir skólagönguna
Það getur reynst unglingum í framhaldsskóla erfitt að vakna fyrir skólann þar sem melatónín framleiðsla er seinna á kvöldin hjá þeim og varir lengur á morgnana og eiga þau það til að vaka lengur fram á kvöld eða nótt þar sem þau finna ekki fyrir þreytu. En aftur á móti reynst þeim erfitt að vakna sem er skiljanlegt. Vonandi fara fleiri skólar að seinka sínum tíma á morgnana svo unglingarnir hafi tækifæri á því að hvíla líkamann og heilann fyrir skólann. Ef unglingar eiga að vera upplagðir fyrir kennslu og einnig íþrótta- og tómstundastörf þurfa þeir að ná góðum nætursvefn sem er í það minnsta 8 tímar fyrir ungmenni. En því miður munu ekki allir vera sammála því að ungmenni eigi að fá að sofa lengur en er gert ráð fyrir í dag.
Svo það má segja að margt gerist á unglingsárnum eins og að margir fari í framhaldsskóla og læri fleiri viðfangsefni sem hefur ekki verið í boði fyrr en þá. Líkaminn er byrjaður að virka öðrvísi eins og melatonin er farið að seinka á ferða, það er jákvætt að sumir framhaldsskólar hafa seinkað tímann að mæta í skólann upp á heilsu unglinga.
—
Jóhanna Rut Czzowitz, nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði