Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.
Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.
Sem eru vissulega tómstundir og er því mögulega sniðugt að hafa ungmennanefnd inn í íþrótta-hreyfingunni af sömu ástæðu og hafa þau í ungmennanefnd varðandi starfsemi innan félagsmiðstöðva. Það er mikilvægt að rödd ungmenna heyrist í þeirra eigin félagstarfi, sem gerir það að verkum að stjórnendur fá að sjá og heyra hverju þau vilja jafnvel breyta og hvað sé gott. Það er svo í höndum stjórnenda að nota það sem ungmennin leggja til og koma því í framkvæmd sama í hvaða tómstundastarfi er verið að vinna.
Það er svo einnig mikilvægt að ungmenni fái að vera með rödd inni í félagsmiðstöðvum og öðru félagslífi sem að þau stunda svo að skoðanir þeirra geti komist til skila inn í þeirra félagslíf. Ég veit að það eru í flestum félagsmiðstöðvum nefnd sem að einungis ungmenni eru í og er það virkilega jákvætt. Ég held að það sé alltaf að verða meira um það að ungmennin í landinu séu farin að vinna meira í félagsmálum. Þau ungmenni sem taka þátt í nefndum inni í félagslífinu eru að hjálpa til við að skipuleggja flest alla viðburði. Þau taka einnig þátt í skipulagi á ýmsum ferðum sem farnar eru innan félagsmiðstöðva eins og á Samfés þar sem ungmenni keppa sín á milli í söng. Það eru skipulagðar fleiri skemmtilegar ferðir sem ungmennin taka þátt í að skipuleggja. Það er einnig nauðsynlegt fyrir starfsmenn sem að vinna á vettvangi með ungmennum að fá skoðanir þeirra inn í starfið. Þá geta þeir sett það upp á forsendum ungmennanna og þá mögulega eykst mæting þeirra ungmenna sem stunda lítið tómstundastarf. Það eru líka meiri líkur á því að ef rödd ungmenna fær hljómgrunn hjá stjórnendum þá eykst áhugi og hamingja ungmenna innan starfsins.
Ég held að það sé einmitt líka mikilvægt, ekki bara fyrir ungmenni sem sækja félagsmiðstöðina, heldur einnig fólk í samfélaginu að fræða þau um tómstundamenntun og að þeim sé kennt um mikilvægi tómstunda. Það er svo á ábyrgð tómstunda- og félagsmálafræðinga að fræða samfélagið um mikilvægi tómstunda. Niðurstaðan hjá mér í þessu er að fólk fari að gera sé meiri grein fyrir mikilvægi starfsins okkar og einnig mikilvægi þess að hafa fagmennsku á þessari fagstétt.
Það þarf vitundavakningu varðandi þessi mál því að það er nauðsynlegt að fólk viti hvernig starfsemin er í félagsmiðstöðvum. Með því að upplýsa þá eykst virðing samfélagsins fyrir fagstéttinni.
—
Sigríður Gísladóttir