Þegar strákar gera það sem er ætlast til af þeim þá fagnar fólk þeim og hrósar. Þegar stelpur gera það sem ætlast er til af þeim eru engin viðbrögð. Það er einfaldlega vegna þess að þær fara oftast eftir fyrirmælum og gera það sem á að gera. „Strákagaurar“ fá mesta „praisið“, vegna þess að það er búist við minnstu frá þeim. Ef að við myndum búa til pýramída þessu tengdu þá yrðu stelpur efstar, þar sem ætlast er til mikils af þeim, strákar sem teljast vera „lúðar” eða „nördar” yrðu næst efst, vegna þess að þeir eru oftast klárir og góðir.„Venjulegir” strákar yrðu þar á eftir og „gaura” strákar væru neðst í pýramídanum. Það er vegna þess að við búumst ekki við því að „gaura” strákar séu kurteisir, góðir með börnum, klárir, hlýir eða sýni samkennd. Í staðinn er gert ráð fyrir að þeir séu truflandi, aggresívir, tillitslausir og áhugalausir. Þegar þeir sýna aðra hegðun er þeim fagnað og hrósað í hástert. Frá stelpum býst maður við samkennd, hjartahlýju, áhuga og hlustun. Þegar þær sýna á aðra hegðun, eins og reiði eða tillitsleysi, er sú hegðun fordæmd.