Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?

Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur, mismunandi aðstæður sem það er í og þær breytingar sem verða á lífi einstaklingsins. Sjálfsmyndin byggist upp í samskiptum og með auknum þroska, meðvitund og félagslegum kröfum (Demo,1992). Lesa meira “Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?”