LAN í félagsmiðstöð – Hvað gerir þú?

tapeta-counter-strike-02-600x450

Nú er komið að nýjum lið hér á Frítímanum þar sem við vörpum upp siðferðislegu álitamáli sem getur komið upp í tómstundastarfi. Við hvetjum alla til að blanda sér í umræðuna og beita rökum með og á móti. Mikilvægt er að fólk sé opið og virði skoðanir annarra. Ef þið hafið siðferðislegt vandamál sem ykkur langar að ræða sendið það endilega á [email protected]. Það má vera raunverulegt úr starfinu ykkar eða aðstæður sem gætu hugsanlega komið upp.

Vandamál:
Hópur af strákum í félagsmiðstöðinni þinni langar að skipuleggja LAN hitting (En fyrir þá sem ekki vita er LAN viðburður þar sem einstaklingar koma með tölvuna sína, tengja þær saman og spila tölvuleiki.) Á LANinu vilja þeir spila þá tölvuleiki sem þeir eru vanir að spila, skotleiki og herkænsku leiki sem eru bannaðir innan 18 ára. Þessi strákahópur er lítið virkur í félagsstarfinu og mætir illa skólann.

Hvað gerir þú?