Stuðningsforeldri

Að gerast stuðningsfjölskylda/foreldri þýðir að þú tekur að þér barn til móttöku eða dvalar á þínu heimili með því markmið að styðja foreldra barnsins í forsjárhlutverki, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barnsins eftir því sem á við. Stuðningsfjölskyldur eru veittar á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks eða barnaverndalaga eftir því sem á við. Það er ákveðið ferli sem þarf að framfylgja til þess að gerast stuðningsforeldri og er hægt að fá allar þær upplýsingar inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar ef áhugi er fyrir hendi. Lesa meira “Stuðningsforeldri”