Valhúsaskóli og Hagaskóli eru gagnfræðaskólar sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, Hagaskóli í Vesturbænum í Reykjavík og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Þetta eru nágrannaskólar og hefur verið nettur rígur þeirra á milli allt frá því að Valhúsaskóli var stofnaður, árið 1974. Ástæðan fyrir þessum ríg er að mínu mati fyrst og fremst sú staðreynd að í þessum hverfum eru tvö íþróttafélög, Grótta og KR. Það er innstimplað í Vesturbæinga og Seltirninga strax á barnsaldri að þegar þessi lið mætast viltu ekki bíða lægri hlut. Þó svo að Grótta og KR séu ekki að keppa mikið hvort við annað í meistaraflokkum félaganna, þar sem KR hefur talsvert betra fótboltalið en Grótta og Grótta hefur yfirhöndina í handboltanum. Á hverju ári mætast þessir skólar á Hagó-Való deginum og keppa þar í hinum ýmsu íþróttagreinum þar sem ekkert er gefið eftir. Lesa meira “Hagó/Való – Való/Hagó”