Ég hef mikið verið að pæla í því hvort að unglingadrykkja hafi minnkað síðastliðin ár. Mér fannst meira um þetta hér þegar ég var yngri og fann mikið fyrir því að fólk hafi byrjað að drekka mjög ungt. Þegar ég var að stíga mín skref inn í unglingsárin þá voru margir byrjaðir að drekka og þá þótti frekar hallærislegt að drekka ekki áfengi og finnst mér það vera öfugt í dag. Ég hef verið minna vör við unglingadrykkju nú til dags. Ég á bróðir sem er í 10. bekk og eru mjög fáir í kringum hann sem eru byrjaðir að drekka. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað hefur áhrif á að unglingar byrji að drekka seinna í dag en hér áður. Held ég að íþróttir spili þar stóran þátt því mér finnst meira um að unglingar vilji ná betri árangri í tómstundum sínum. Lesa meira “Unglingadrykkja og reykingar”