Á okkar tímum fer netnotkun barna og ungmenna ört vaxandi, tæknin er alltaf að verða betri, meiri og fullkomnari og á sama tíma er aðgengið einnig mun auðveldara. Langflest börn og ungmenni á Íslandi í dag hafa aðgang að þessum stafræna heimi, og þess vegna er það algjört grundvallaratriði að fræðsla og reglur í kringum notkun þessara miðla séu til staðar. Það er vissulega hlutverk okkar foreldranna að sjá til þess að börnin okkar séu vel upplýst og þá sérstaklega um hætturnar sem geta fylgt þessum annars ágæta heimi. Í því hraða nútímasamfélagi sem við búum í eru kröfurnar miklar, við þurfum að vinna mikið því það er dýrt að lifa, eiga í sig og á, tómstundastarf kostar sitt og svo mætti lengi telja. Lesa meira “Rafrænn útivistartími barna og unglinga”