Hvað ungur nemur, gamall temur

Í samfélaginu hefur mikið verið rætt um orðbragð barna og unglinga, en áður en við skoðum það verðum við að spyrja okkur sjálf, hvernig eru samskipti okkar sem fullorðnir? Hvernig fyrirmyndir erum við fyrir börnin okkar? Við sem eldri erum berum ábyrgð á því hvernig við tjáum okkur, bæði í daglegu lífi og á samfélagsmiðlum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef við viljum að þau sýni virðingu í orðum sínum, þurfum við sjálf að vera þeim fyrirmynd í verki og orðum. Lesa meira “Hvað ungur nemur, gamall temur”