Tíu karlar og konur lyfta sverðum, spjótum og skjöldum. Þau halda út í skóg og hafa augun opin. Hætta liggur við hvert fótmál, ógn bakvið hvert einasta tré. Fötin minna á miðaldir og tveir meðal þeirra klæðast skínandi brynju. Skyndilega koma þau í rjóður og sjá sjö orka þar. Eftir orðaskipti ákveður ein úr hópnum að gera árás. Það er stelpa með risa sverð í brynju og með skjöld sér til varnar. Það er öskrað og bardaginn er hafinn! Sverð og axir skella saman. Ekki líður á löngu þar til allir orkarnir eru dauðir. Fimm hetjanna særðust í bardaganum. Þær eru togðar á fætur upp og komið til galdramanns sem getur læknað þær. Hetjurnar öskra hraustlega meðan hann saumar sárin mað göldrum, húð og vöðvar smella saman eins og rennt væri rennilási. Lesa meira “Þar sem allir geta verið hetjur”