Nýverið ákvað fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar að breyta reksti félagsmiðstöðvarinnar þar í bæ. Þessar breytingar urðu til þess að starfshlutfall fostöðumanns til 24 ára lækkaði umtalsvert eða um 15%. Opnunartíminn breyttist við þessar breytingar en frá og með skólaári 2016-2017 verður nánast aðeins um kvöld-opnanir um að ræða. Þá verður opið fimm kvöld í viku 19:30 – 22:00- , öll kvöld nema fimmtudaga og sunnudaga. Að auki verður aðeins opið í tvær klukkustundir á dag, tvo daga í viku miðvikudaga og þriðjudaga frá 16:00-18:00. Félagsmiðstöðin verður því opin í 16,5 klukkustundir á viku sem er líkt því og þekkist annarstaðar að sögn formanns fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Lesa meira “Félagsmiðstöðin – Mitt annað heimili”