Ég sakna týpunnar sem er sjúklega góð í sinni íþrótt, mætir í skólaíþróttir og félagsmiðstöðina til þess að sýna öllum hver skarar fram úr og hver sé að fara að vinna þessa keppni. Týpan með það mikið keppnisskap að hana langar að ná á toppinn í öllu, sérstaklega ef um keppni er að ræða. Því miður held ég að þessi týpa sé í mikilli útrýmingarhættu, sem er áhyggjuefni, því í þessari týpu bjó oft sterkur leiðtogi sem ótrúlega margir litu upp til. Þarna var frábært tækifæri fyrir vel þjálfaðan félagsmiðstöðvastarfsmann að móta jákvæðan og öflugan leiðtoga, leiðtoga sem hafði sigurhugarfar og drifkraft fyrir og hægt var að kenna að bera virðingu fyrir þeim sem ekki voru jafn sterkir á sömu grundvöllum. Þetta var leiðtogi sem, ef kennt, var að draga það besta fram í þeim í kringum sig og bera kennsl á styrkleika í fari jafningja sinna í stað veikleika og efla þá. Þetta er einstaklingur sem býr yfir því besta úr bæði íþrótta- og tómstundaheiminum. Lesa meira “„Ég ætla að rústa þér“ – týpan”