Tíminn líður og er margt sem breytist með honum. Það sem áður hefur verið talið ,,eðlilegt” er ekki samþykkt í dag og öfugt. Eitt af því sem breytist með tímanum er mannfólkið. Það er í okkar eðli að aðlagast nýjum hlutum. Tæknin er þróaðri og betri, fólk og mörg málefni opnari. Áður hefur kynlíf og klám verið taboo og enginn talað opinskátt um það. Það er mikilvægt að unglingar fái næga og góða kynfræðslu því kynlíf getur verið stór partur í lífi okkar. En hvað er góð kynfræðsla og hvar afla unglingar sér upplýsinga? Í þessari grein ætla ég að fjalla um klám og unglinga. Horfa unglingar á klám? Nota þau klám sem kynfræðslu? Hvernig áhrif hefur klám á unglinga? Lesa meira “Áhrif kláms á unglinga”