Við viljum að unglingarnir okkar verði einhvern tíma fullorðin. En erum við að skapa öllum unglingunum okkar sömu tækifæri til að verða fullorðin? Við erum að gera samfélaginu okkar erfitt fyrir með því að skipuleggja frístundastarf fyrir fatlaða unglinga á þann hátt sem við gerum núna.
Fatlaðir unglingar hafa ekki aðgang að nákvæmlega sama frístundastarfi og aðrir unglingar hafa. Dæmi um þetta eru frístundaklúbbar fyrir 10 – 16 ára unglinga sem eru einungis opnir á daginn eftir skóla en ekki líka á kvöldin eins og venjan er með félagsmiðstöðvar. Einnig eru unglingarnir skráðir á ákveðna daga en fá ekki að valsa inn og út eins og þeim hentar. Lesa meira “Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi”