Ólgusjór unglingsáranna

Unglingsárunum má líkja við víðáttumikinn sjó, sem er bæði stormasamur, kröftugur og hyldjúpur. En einnig friðsæll, lífríkur og fagur. Öll höfum við siglt þennan sjó, ferðast til ókannaðra landa þar sem við getum mótað sjálfsmynd okkar, rannsakað hver gildin okkar eru og fengið frelsi til að kanna ólíkar hliðar okkar. Það er því mikilvægt að við hindrum ekki unglinga frá því að ganga í gegnum þetta ferðalag, heldur veitum þeim stuðning. Þetta eru mikilvæg og mótandi ár og með því að veita þeim svigrúm til að kanna sjálfsmynd sína, gerum við þeim kleift að uppgötva sína styrkleika, ástríður og sjálfsvitund. Burt séð frá hömlum samfélagsins og fyrirfram mótaðra hugmynda. Lesa meira “Ólgusjór unglingsáranna”