Framhaldsskólalífið

Unglingar sem eru í framhaldsskóla eru misjafnir, það eru ekki allir með sömu áhugamál en þegar gengið er inn um aðaldyr framhaldsskóla eru margir draumar og áhugamál. Þetta er fólk framtíðarinnar og ungt fólk nútímans. Ungmennin eru allavega og er mikilvægt að þau fái að halda áfram að rækta sína hæfileika og vinna að sínum draumum sem jafnvel eru tengdir áhugamálum þeirra. Það er mikilvægt að fullorðið fólk sem vinnur með unglingum jafnt sem foreldrar séu tilbúnir að hlusta á hvað ungmennin hafa að segja og vera til staðar fyrir þau. Sumir unglingar eru meira hlédrægir og aðrir opnir sem bók sem auðveldlega væri hægt að lesa en þegar allt kemur til alls þá er enginn eins sem er frábært. Lesa meira “Framhaldsskólalífið”