Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.
Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”