Það fer ekkert á milli mála að fósturbörnum fer fjölgandi hér á landi sem er frábær þróun að vissu leiti þar sem að það eru ansi mörg börn og unglingar sem að þurfa á því að halda. En vandamálið sem hefur fylgt því er viðhorf annarra barna til þeirra sem eru í fóstri og eftirfylgni þeirra frá barnarvernd er heldur lítil. Það hefur lengi verið litið á fósturheimili sem einskonar athvarf fyrir vandræða unglinga en algengasta orsök þess að börn eru send á fósturheimili er vegna erfiðra aðstæðna á heimili þeirra. Það er alls ekki óalgengt að sú sé staðan en oftast liggur vandamálið á heimili þeirra. Lesa meira “Eftirfylgni fósturbarna á Íslandi mikilvæg?”