Frá fornu fari hefur ferming verið fastur liður í okkar trúarmenningu og hafa flest allir unglingar fermst á fjórtánda aldursári í þeim tilgangi að staðfesta skírn sína. Var þetta unglingum erfitt hér áður fyrr þar sem þau þurftu að læra ,,kverið“ áður en þau fermdust og var þetta oft mikil þrautarganga fyrir þau.
Í dag er önnur saga, unglingar sem ákveða það að fermast í kirkju fara í fermingarfræðslu og læra trúarjátninguna, það er ekki farið mikið dýpra í kristinfræðina en það, en hún er ekki lengur sérfag í grunnskóla eins og var t.d. þegar ég var í skóla. Einnig er unglingum boðið uppá borgaralega fermingu en það er fyrir þá sem ekki vilja fermast í kirkju og sækja þeir unglingar þá námskeið hjá Siðmennt. Lesa meira “Ferming til fjár?”