Frístundir fyrir alla?

Kampur_hringur_fjolbreytileikiMikilvægi skipulags frístundastarfs fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku

Skipulagt íþrótta- og tómstundarstarf meðal barna og unglinga hefur fest rótum í íslensku samfélagi á undanförnum áratugum. Rannsóknir hérlendis sem og erlendis benda til forvarnargildi skipulags frístundastarfs og hefur orðið viðhorfsbreyting til fagvitundar þeirra sem vinna á þessum vettvangi með aukinni menntun og sérhæfingu. Hins vegar er frístundastarf fyrir börn og unglinga ekki alþjóðlegt fyrirbæri og hugmyndir um gildi þess ólíkt milli samfélaga.  Í Reykjavík búa um það bil 2000 börn á grunnskólaaldri sem hafa íslensku sem annað mál en þessi hópur kemur víðsvegar úr heiminum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi af hendi Rannsókn og greiningu kemur í ljós að þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku er mun minni en meðal íslenskra jafnaldra þeirra. Ástæður fyrir því hafa hins vegar ekki verið næganlega rannsakaðar en hugsanlega eru þær margvíslegar, samanber skortur á upplýsingum um hvað er í boði, kostnaður, félagsleg tengsl og aðgengi að þátttöku.

Frístundamiðstöðin Kampur er ein af sex frístundamiðstöðvum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sem þjónustar börn á aldrinum 6 – 16 ára í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Kampur er þekkingarmiðstöð í málefnum innflytjenda og var hún stofnuð árið 2007. Málefni innflytjenda eru hins vegar ekki ný af nálinni á starfsvettvangi frítímans og hafa verið unnin margvísleg verkefni á síðustu áratugum. Í gegnum félagsmiðstöðvar hafa verið unnið ýmis tilrauna verkefni, Ísjakarnir eru eitt af þeim verkefnum. Ísjakarnir var samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Tónabæ og félagsmiðstöðvarinnar 100og1 sem hófst árið 2003. Megin markmið Ísjakana var að kynna fyrir unglingum í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Breiðholtsskóla sem höfðu það allir sameiginlegt að vera með móttökudeild fyrir börn með annað móðurmál en íslensku, það fjölbreytta íþrótta- og tómstundarstarf sem stóð til boða í Reykjavík, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hefur síðan tekið breytingum á undanförnum árum og var þar á meðal boðið uppá fyrir yngri nemendur á miðstigi. Frá árinu 2009 hefur frístundamiðstöðin Kampur unnið markvisst að verkefnum er snúa að auka þátttöku barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku inn í skipulagt frístundastarf.

Sem dæmi má nefna:

  • Þýðingar á efni um mikilvægi þátttöku í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum
  • Handbók móttökubarna í skipulagt frístundastarf
  • Tilraunaverkefni um aukna þátttöku unglinga með annað móðurmál en íslensku inn í félagsmiðstöðvar
  • Samstarfsverkefni milli leiksskóla og frístundaheimila
  • Kynning á fjölgreinaíþróttagreinum fyrir nemendur í 5.bekk
  • Upplýsingaöflun um hagi og líðan barna með annað móðurmál en íslensku
  • og margt fleira.

Frístundir fyrir alla?  Við sem vinnum á vettvangi frítímanns trúum því að skipulagt frístundastarf er mikilvægur þáttur æsku landans, þar sem börn og unglingar eigi rétt á uppbyggilegu starfi í sínum frítíma. Það ber hins vegar að hafa í huga að við búum í samfélagi sem einkennist orðið af ,,fjölmenningu“ og okkur ber skylda að gæta þess að starfið okkar taki mið af ólíkum þörfum einstaklingana. Ef við ætlum okkur að geta sagt að allir hafi sama aðgengi að skipulögðum frítíma óháð kyni, uppruna og trú þurfa þeir aðilar sem á þessum vettvangi að hugsa líka út fyrir ramman og huga að ólíkum þörfum barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Losum okkur undan viðjum vanans og reynum að stíga skrefið í átt að því að mæta börnum og unglingum, óháð uppruna, á þeirra eigin vettvangi en ekki reyna að láta alla passa inn í ,,ramman okkar“.

Til frekari upplýsinga um verkefni á vegum Kamps er að finna á www.kampur.is og/eða að hafa samband við Dagbjört Ásbjörnsdóttir, [email protected]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *