Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á unglingsárunum þurfum við meiri svefn, eða á bilinu 8 til 10 tíma af svefni á hverri nóttu og er mjög óalgengt að unglingar sofi svo lengi og er lang algengast að þau sofi allt of lítið.
Af hverju við sofum illa og vöknum alltaf þreytt er spurning sem margir hafa spurt sig og er ég þar á meðal. Þegar við skoðum hvað hefur áhrif á svefninn okkar þá er það svo margt. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á svefninn okkar svo lengi sem hún er ekki stunduð rétt fyrir svefninn. Reglulegar máltíðir hafa góð áhrif á svefninn en ekki skal borða mikið rétt fyrir svefninn og reyna að forðast sykurneyslu rétt fyrir svefn. Koffíndrykkja hefur ekkert jákvætt að segja með svefninn okkar og til að passa að koffín hafi ekki neikvæð áhrif á svefninn er mikilvægt að drekka ekki koffín seinnipart dags. Svo er margt annað sem vert er að hafa í huga þegar kemur að gæðum svefns, líkt og að sofa í svölu rými, hafa glugga opinn til að það komi ferst loft inn, passa að hafa svefnherbergið hæfilega dimmt og gott rúm. Það að vera með svefnvenjur, fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, hefur góð áhrif á svefninn og dregur úr þreytu og það er þá mikilvægt að sofa nóg en einnig er vert að huga að því að það er hægt að sofa of mikið sem veldur líka aukinni þreytu eins og of lítill svefn. Ungmenni í dag upplifa ábyggilega sitt lítið af hverju, að sofa of lítið í marga daga í röð og sofa svo allt of mikið eina nóttina og verða því bara þreyttari fyrir vikið. Það að ungmenni sofi of lítið hefur áhrif á vanlíðan þeirra, kvíða, athygli og margt fleira og er það því sérstaklega mikilvægt að ungmenni hugi að því að sofa nægilega vel á hverri nóttu.
Í aðdraganda svefns er mikilvægt að hafa rólegan tíma, draga úr látum og hávaða og dempa ljós og slökkva á skjáum. Lang flest sitja við sjónvarpið á kvöldin og leggjast svo upp í rúm og skoða aðeins yfir samfélagsmiðlana áður en þau fara að sofa og unglingar liggja oft tímunum saman uppi í rúmi að skoða samfélagsmiðla eða horfa á netflix. Margir hafa talið sér trú um að þau þurfi að skoða eitthvað í símanum eða horfa á eitthvað til þess að geta sofnað en það eru einfaldlega bara svefnvenjur og það slæmar. Í aðdraganda svefns eykst framleiðsla melatonins, sem er hormón í líkama okkar sem stuðlar að syfju en ljósin frá raftækjum líkt og snallsímum frestar framleiðslu þess sem veldur því að fólk á erfiðara með að sofna. Þegar fer að nálgast svefninn eða um tveimur tímum áður en áætlað er að fara að sofa er gott að slökkva á snjalltækjum og öðrum skjáum, hægt er að t.d. lesa eða spila í aðdraganda svefns til að ná ró og leyfa líkamanum að framleiða melatonin.
Ég hef sjálf mikinn áhuga á svefni og svefnvenjum og hef alltaf verið mjög meðvituð um hvað ég er að sofa mikið og hversu vel ég er að sofa. Síðan í byrjum þessa árs hef ég verið að prófa mig áfram í að sleppa skjáum síðasta klukkutímann áður en ég fer að sofa og sjá hvaða áhrif það hefur á svefninn. Ég slekk á öllu að minnsta kosti klukkutíma áður en ég ætla mér að fara að sofa og les svo í um það bil klukkutíma á hverju kvöldi. Mér fannst þetta ekki vera að hafa mikil áhrif á mig og svo sem ekkert vera að gera neitt fyrir mig þar sem ég sef yfirleitt bara mjög vel. Ég ákvað svo að prófa að vera í símanum alveg þangað til að ég fór að sofa, þá fann ég hvað ég var mun órólegri þegar ég var að sofna og vaknaði eftir svona klukkutíma jafnvel tvo eftir að ég sofnaði. Ég prófaði þetta nokkrum sinnum og komst að því að við það að sleppa snjalltækjum síðasta klukkutímann fyrir svefninn hefur mikil áhrif og mæli ég með því fyrir alla að prófa þetta.
Með því að sleppa síma, tölvu og annarri skjánotkun fyrir svefninn aukum við svefngæðin okkar. Það að sofa vel er eitthvað sem allir ættu að hafa ofarlega í huga þar sem ef við erum ekki nægilega hvíld þá líður okkur verr, daglegar athafnir ganga verr, við erum ekki jafn endurnærð og er ónæmiskerfið okkar veikara. Það getur verið erfitt að temja sér nýjar svefnvenjur en mæli ég með því að byrja á aðeins 10 mínútum og vinna sig svo hægt og rólega upp í lengri tíma.
—
Viktoría Ásgeirsdóttir