Hver ræður – þjálfarinn eða foreldrarnir?

eva_rut_helgadottirTómstundaiðkun og þá sérstaklega íþróttir er eitthvað sem margir unglingar stunda og gera það af miklum krafti, en hver er það sem er að hvetja iðkandann áfram frá hliðarlínunni eða heimilinu? Eru það ekki foreldrarnir? Og hver er það sem sér um að stjórna æfingum, liðsvali og kalla skipanir inn á völlinn þegar liðið er að keppa? Er það ekki þjálfarinn? Ég hef oft séð það að foreldrar þekki ekki alveg sín mörk þegar kemur að þessum þætti. Þau eru vinir þjálfarans og reyna þannig að hafa áhrif á liðsval, þau öskra inn á völlinn ef þau vilja að hlutirnir séu gerðir öðruvísi í stað þess að vera bara á hliðarlínunni og hvetja liðið áfram. Það er þjálfarinn sem er búinn að mennta sig  til þess að þjálfa og kominn með hin og þessi þjálfararéttindi, hann veit hvað hann er að gera og það á að leyfa honum að vinna sína vinnu í friði. Lesa meira “Hver ræður – þjálfarinn eða foreldrarnir?”