Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að unglingar eigi að vinna með námi eða bara skólafólk yfirhöfuð. Þegar ég var á 14. árinu mínu, var ég ekki að æfa neinar íþróttir og var ekki þátttakandi í frístundastarfi svo ég hafði mikinn frítíma, fyrir utan að læra heima. Sama ár fór ég fyrst á vinnumarkaðinn og starfaði sem kassastarfsmaður í Krónunni, af því að ég valdi það sjálf. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið þess virði að byrja að vinna svona ung. Að sjálfsögðu hafa ekki allir tækifæri eða tíma til þess að vinna með námi og eru því bæði kostir og gallar við það. Aðstæður hjá unglingum eru mjög mismunandi, sumir þurfa jafnvel að vinna til að hjálpa foreldrum með kostnað heimilisins, aðrir vilja vinna til að eignast sinn pening, og svo eru einhverjir sem hafa engan tíma til að vinna vegna þátttöku í íþrótta-og tómstundastarfi eða þá að þau vilja eða nenna því ekki. Lesa meira “Af hverju ættu unglingar að vinna með skóla?”