Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og óraunhæft útlit. Þetta ,,fullkomna“ útlit er fyrir augum ungra stúlkna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat, Instagram og Facebook. Samanburður stúlknanna við þessar ofurfyrirsætur og leikkonur getur leitt til mikillar vanlíðunar og Lesa meira “Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft”