Nýlega var fjallað um í fréttunum að vísa ætti hinum 17 ára gamla Maní, ásamt fjölskyldu hans úr landi. Forsaga málsins var sú að fjölskyldan flúði heimaland sitt, Íran, vegna ofsókna, faðirinn hafði kennt japanska hugleiðslu, sem kallast Reiki, og yfirvöld í Íran töldu það vera guðlast og héldu einnig að faðirinn ynni gegn ráðandi stjórnvöldum. Óttaðist fjölskyldan um líf sitt, henni var hótað hrottalegu ofbeldi, fjölskyldufaðirinn var settur í fangelsi þar sem hann var pyntaður og honum, og fjölskyldu hans, hótað lífláti. Lesa meira “Er réttlátt að senda sautján ára trans ungmenni úr landi?”
Tag: trans
Transbörn
Ég hef aldrei leitt hugan að trans fólki, hvað þá að það væru til trans börn. Ég hef ekkert á móti þeim sem eru öðruvísi. Þau eru bara venjulegar persónur eins og ég. Það hafði ekki hvarflað að mér að börn gætu verið svona ung og verið búin að uppgötva það að þau væru kannski stelpa en ekki strákurinn sem þau voru þegar þau fæddust. Þegar börn tengja ekki við það kyn sem þau fæddust með, fer í gang ferli þar sem farið er í viðtöl hjá sálfræðingum og geðlæknum að meðtöldum stuðningi frá foreldrum.
Það er misjafnt hvað þau eru ung þegar þau uppgötva að þau eru ekki fædd í réttum líkama miðað við kynið sem þeim finnst þau vera. Þetta er mikið áfall bæði fyrir þau og foreldra þeirra. Mörg þeirra eru bara á leikskóla þegar þau finna þetta hjá sjálfu sér. Sem betur fer er fólk orðið opnara fyrir því að það séu ekki allir eins. Algengast er að börn uppgötvi þetta um kynþroskaaldurinn. Þá fer ýmislegt að gerast í líkama þeirra sem þau eru bara alls ekki sátt við.
Þá kemur einmitt erfiðasti hluti ævi þeirra en það er þegar þau komast á kynþroska-stigið. Þá er mikil hætta á að þau verði þunglynd, glími við átraskanir og jafnvel sjálfsvígshugsanir eða tilraunir. Það er hægt að gefa þeim lyf sem hægja á kynþroskanum og svo þegar þau eru 16 ára gömul er þeim gefin svokölluð krosshormón, sem eru hormómar öfugir við þeirra eigin hormóna. Það er ekki fyrr en á kynþroskaaldri þar sem hægt er að byrjar með læknisfræðilegt inngrip, en þá eru þeim gefnir hormónablokkerar. Þeir hægja á kynþroskanum og þeir koma í veg fyrir mikla vanlíðan og fleira sem getur fylgt því þegar kynþroskinn fer að koma fram.
Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur verið haldið úti transteymi sem hefur verið með sérhæfða þjónustu fyrir trans börn. Þann 6. júlí 2019 tóku í gildi lög um kynrænt sjálfræði. Í 13. grein laganna segir að á Bugl skuli starfa teymi sérfræðinga um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni. Teymið á að vera skipað fagfólki með viðeigandi reynslu og þekkingu. Um síðustu áramót 2019-2020 varð að leggja þetta teymi niður vegna þess að fjármagn frá ríkinu skilaði sér ekki til Bugl. Eins hafa verið miklar mannabreytingar í teyminu sem kemur sér líka illa, því börnum og unglingum finnst óþægilegt að vera alltaf að tala við nýja og nýja persónu. Þetta setur líf 48 trans barna í algert uppnám og sumir foreldrar hafa þurft að vera á sjálfsvígsvakt allan sólarhringinn.
Það getur verið snúið fyrir trans börn að fara í skólann, hvort sem það er leikskóli eða grunnskóli. Því hefur verið komið upp gátlistum fyrir skóla og leikskóla, hvernig þeir geta stutt við trans barn í skólanum. Það er mælt með því að upplýsa foreldra og forráðamenn um að allir séu meðvitaðir um stöðu og þarfir barnsins og fá fræðslu fyrir starfsfólk. Einnig þarf að vera ókynjamerkt klósett.
Innan Samtakanna ’78 er starfrækt félagsmiðstöð samtakanna og eru trans börn og ungmenni tíðir gestir þar. Þar væri alveg kjörið tækifæri að hafa tómstunda- og félagsmálafræðing að störfum. Þar væri hægt að setja af stað hópavinnu með þessum börnum og unglingum. Þar kæmi Lífsleikni kunnáttan sér vel. Það væri hægt að fara í hópeflisleiki. Það væri líka hægt að taka bara gott spjall.
Ég vona svo innilega að teymið fyrir trans börnin verði endurvakið og að peningarnir skili sér til Bugl. Þessi börn eiga það svo sannarlega skilið. Ég get ekki orðið annað en reið þegar maður heyrir um hluti eins og þetta að peningar sem eru eyrnamerktir viðkomandi verkefni skuli ekki skila sér þangað sem þeirra er þörf.
—
Aðalbjörg Runólfsdóttir