Já, það er skrítið að ég sé að spá í því hvort að það eigi að lögleiða félagsmiðstöðvar. Mörgum finnst eftirfarandi setning vera ögn eðlilegri: ,,Eigum við að lögleiða kannabis?” Enda hefur hún verið á milli tannanna á fólki í langan tíma.
En ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér er sú að félagsmiðstöðvar eru í raun ekki þjónusta sem sveitarfélögin þurfa í raun að hafa eins og til að mynda skólar. Með einu pennastriki getur bæjarstjórn hvers sveitarfélags strokað út félagsmiðstöðina. Vissulega er fjárskortur í mörgum sveitarfélögum ef ekki öllum. Það er verið að skera niður allsstaðar og hafa félagsmiðstöðvar heldur betur fundið fyrir því. Ég tel því mikilvægt að það yrði sett í lög að sveitarfélögum sé skylt að bjóða uppá þessa þjónustu. Lesa meira “Eigum við að lögleiða félagsmiðstöðvar?”