Á Íslandi er sterk hefð fyrir því á vordögum að vinnustaðir hristi hópinn saman. Skemmtinefndir vinnustaða vinna baki brotnu að starfsmannagleði ársins. Það er ýmist brugðið á leik, farið í ferðir eða haldnar heljarinnar árshátíðir þar sem er heldur betur skálað! Upp rennur árshátíðardagurinn, fólk mætir prúðbúið, forvitið og spennt, flestir þá þegar búnir að fá sér alla vega einn á happy og tilbúnir í fjörið. Dagskráin fer rólega af stað með ræðu forstjórans og fordrykk. En þegar líður á æsast leikar. Frítt áfengi flæðir og forrétturinn er borinn fram. Lesa meira “Einfaldað hópefli?”