Frístundaheimilin sem ætluð eru fyrir 6-9 ára börn eru mikilvægur þáttur í lífi þeirra margra. Þar gefst börnunum tækifæri á að njóta sín, efla félags- og samskiptahæfni í gegnum bæði frjálsan leik og markvisst hópastarf og mynda vinatengsl við jafningja sína.