Evrópu samvinna í 20 ár – Uppskeruhátíð Evrópu unga fólksins

Föstudaginn 22. nóvember fer fram uppskeruhátíð samstarfsáætlanna ESB en frá og með áramótum verða þessar áætlanir sameinaðar undir einu nafni, Erasmus+. Ein af þeim áætlunum sem munu falla undir Erasmus+ er Evrópa unga fólksins en sú áætlun hefur stutt við æskulýðsvettvanginn með því að fjármagna samstarfs- og þróunarverkefni á sviði æskulýðsmála.

Á síðustu 7 árum sem EUF hefur verið starfandi hefur áætlunin úthlutað €6.882.515 en á gengi dagsins í dag eru rúmlega 1.1 milljarður króna. Þetta fjármagn hefur runnið 410 verkefni sem unnin hafa verið hér á landi og hafa 6500 þátttakendur tekið þátt í þessum verkefnum.

Við hvetjum alla til að fjölmenna í Hafnarhúsið þar sem EUF verður með bás og kynningu á fyrirmyndarverkefnum sem áætlunin hefur styrkt. Einnig munu fulltrúar EUF svara spurningum varðandi nýju áætlunina Erasmus+.

Uppskeruh.22-2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *