Að missa tökin á tilverunni

Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.

Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”

Stemmum stigu við þunglyndi unglinga

erla björkÞunglyndi unglinga er stórt vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undartekning. Miðað við rannsóknir hefur klínískt þunglyndi greinst hjá 20% unglinga fyrir 18 ára aldur. Þessar tölur eru sláandi. En hvað erum við að gera til að stemma stigu við vandanum? Ef unglingur greinist með klínískt þunglyndi er hann helmingi líklegri til að falla aftur í þunglyndi seinna á ævinni. Einnig eru börn foreldra sem hafa greinst með þunglyndi líklegri til að greinast einnig með þunglyndi. En þunglyndi hefur gríðaleg áhrif á einstaklinginn en einkenni hjá unglingum geta verið einangrun, depurð, minnkaður námsárangur, léleg mæting, lélegt sjálfsmat o.fl. Kvíði fylgir yfirleitt þunglyndi. Helmingi fleiri stelpur greinast með þunglyndi á við stráka. Ekki nema 30-40% unglinga með þunglyndiseinkenni leita sér hjálpar. Lesa meira “Stemmum stigu við þunglyndi unglinga”

Að koma félagi á framfæri

guðrún dísHér í Reykjanesbæ er lítill hópur um það bil sjö ungmenna sem er í félagi sem heitir Núll prósent. Núll prósent er hópur ungra einstaklinga á aldrinum 14-30 ára sem vilja koma saman og skemmta sér án nokkurra vímuefna.   Núll prósent hefur gert marga skemmtilega og áhugaverða hluti saman, þar á meðal haft spilakvöld, bíó, skautaferðir og fleira. Svo fara þau líka til útlanda eins og til Rúmeníu í sumarbúðir og á þing samtakanna, til Svíþjóðar og Noregs til að fara á námskeið sem eru bæði af skemmtilegum toga og fræðilegum. Þetta gera þau allt með styrkjum frá IOGT og regnhlífarsamtökum til að gera námskeið og með eigin fjáröflunum á ýmsum verkefnum en einnig eiga einkafyrirtæki það til að styrkja starfið líka. Lesa meira “Að koma félagi á framfæri”

Nútímaunglingurinn

david_palssonÞað þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í dag mun þroskaðri og mun betri fyrirmyndir heldur en þegar ég var sjálfur unglingur. Náttúrulega þekki ég ekki alla unglinga á Íslandi svo ég er að miða við þann hóp sem er sýnilegur. En ef við lítum á heildarmyndina þá gæti það samt verið rétt.

Hvar get ég byrjað… Lesa meira “Nútímaunglingurinn”

Vissir þú þetta um félagsmiðstöðvastarfsmenn?

ÞVE myndFélagsmiðstöðvar hafa verið til í einhverri mynd síðan 1956 sem afdrep fyrir unglinga. Undanfarin ár hefur orðið gífurleg þróun í starfi félagsmiðstöðva, allavega í Reykjavík, og fagstarfið sem þar er unnið skákar oft á tíðum því sem best gerist annars staðar í heiminum. Undirritaður hefur rekið sig á stórskemmtilega fordóma gagnvart starfi félagsmiðstöðva og bakgrunn félagsmiðstöðvarstarfsmanna; talið að þeir séu bara að leika sér og jafnvel í einhverri pattstöðu í lifinu. Því fer ansi fjarri raunveruleikanum.

Vissir þú að…

… forstöðumaður félagsmiðstöðvar þarf að hafa lokið háskólaprófi á uppeldissviði?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn ná stundum að mynda tengsl og vera betur meðvitaðir um félagslegan bakgrunn unglinganna en foreldrar þeirra?

… foreldrar unglinga í vímuefnavanda leita stundum til félagsmiðstöðvastarfsmanna í úrræðaleysi sínu til að reyna tjónka við unglingi?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru stundum einu aðilarnir sem unglingurinn treystir fyrir vandamálum og vangaveltum sínum?

… barnavernd fær einna flestar tilkynningar frá félagsmiðstöðvum  (enda ber þeim skylda að tilkynna skv. tilkynningarskyldu) á eftir lögreglu?

… í sumum hverfum Reykjavíkur leggja nánast allir unglingar leið sína í félagsmiðstöðina einhverntíman yfir skólaárið en að ca helmingur reykvískra unglinga mætir vikulega eða oftar?

… félagsmiðstöðvar í Reykjavík fara eftir þremur höfuðgildum; forvarnargildum, menntunargildum og afþreyingargildum. Og að allt starf er skipulagt með þessi gildi að leiðarljósi?

… allir nýir starfsmenn félagsmiðstöðva í Reykjavík fara á grunnnámskeið um starfsemi félagsmiðstöðva, skyndihjálparnámskeið og fræðsludag um verklag í félagsmiðstöðvum. Auk þess að forstöðumaður handleiðir nýjan starfsmann markvisst inn í starfið eftir móttökuáætlun félagsmiðstöðvarinnar?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru oft meðvitaðri um félagslega stöðu unglinga en margir aðrir í umhverfinu þeirra?

… félagsmiðstöðvar eru með facebook-síður og einn tilgangur þess er að fylgjast með netvenjum unglinganna og grípa inn óviðeigandi  í aðstæður?

… hver einasta félagsmiðstöð í Reykjavík rýnir í rannsóknir um hagi og líðan unglinga í sínu hverfi og skipuleggur starfsemina út frá þeim?

… hugsanlega er hvergi að finna jafn margar verklagsáætlanir og í starfi félagsmiðstöðva?

… flestir starfsmenn félagsmiðstöðva í Reykjavík eru í eða hafa lokið háskólanámi?

… þessi listi gæti verið miklu lengri?

Með þessum orðum hnykki ég á því að félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru ekki að gera bara eitthvað í sínu starfi. Þeir eru fagmenn fram í fingurgóma að vinna markvisst fagsstarf í viðleitni sinni til að skila sjálfsstæðum, sjálfsöruggum, umburðarlyndum og lífsglöðum einstaklingum út í lífið. Og það sem meira er; flestir félagsmiðstöðvarstarfsmenn elska vinnuna sína.

Þorsteinn V. Einarsson
Deildarstjóri unglingastarfs
Frístundamiðstöðin Kampur

Frístundir fyrir alla?

Kampur_hringur_fjolbreytileikiMikilvægi skipulags frístundastarfs fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku

Skipulagt íþrótta- og tómstundarstarf meðal barna og unglinga hefur fest rótum í íslensku samfélagi á undanförnum áratugum. Rannsóknir hérlendis sem og erlendis benda til forvarnargildi skipulags frístundastarfs og hefur orðið viðhorfsbreyting til fagvitundar þeirra sem vinna á þessum vettvangi með aukinni menntun og sérhæfingu. Hins vegar er frístundastarf fyrir börn og unglinga ekki alþjóðlegt fyrirbæri og hugmyndir um gildi þess ólíkt milli samfélaga.  Í Reykjavík búa um það bil 2000 börn á grunnskólaaldri sem hafa íslensku sem annað mál en þessi hópur kemur víðsvegar úr heiminum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi af hendi Rannsókn og greiningu kemur í ljós að þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku er mun minni en meðal íslenskra jafnaldra þeirra. Ástæður fyrir því hafa hins vegar ekki verið næganlega rannsakaðar en hugsanlega eru þær margvíslegar, samanber skortur á upplýsingum um hvað er í boði, kostnaður, félagsleg tengsl og aðgengi að þátttöku.

Frístundamiðstöðin Kampur er ein af sex frístundamiðstöðvum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sem þjónustar börn á aldrinum 6 – 16 ára í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Kampur er þekkingarmiðstöð í málefnum innflytjenda og var hún stofnuð árið 2007. Málefni innflytjenda eru hins vegar ekki ný af nálinni á starfsvettvangi frítímans og hafa verið unnin margvísleg verkefni á síðustu áratugum. Í gegnum félagsmiðstöðvar hafa verið unnið ýmis tilrauna verkefni, Ísjakarnir eru eitt af þeim verkefnum. Ísjakarnir var samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Tónabæ og félagsmiðstöðvarinnar 100og1 sem hófst árið 2003. Megin markmið Ísjakana var að kynna fyrir unglingum í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Breiðholtsskóla sem höfðu það allir sameiginlegt að vera með móttökudeild fyrir börn með annað móðurmál en íslensku, það fjölbreytta íþrótta- og tómstundarstarf sem stóð til boða í Reykjavík, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hefur síðan tekið breytingum á undanförnum árum og var þar á meðal boðið uppá fyrir yngri nemendur á miðstigi. Frá árinu 2009 hefur frístundamiðstöðin Kampur unnið markvisst að verkefnum er snúa að auka þátttöku barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku inn í skipulagt frístundastarf.

Sem dæmi má nefna:

  • Þýðingar á efni um mikilvægi þátttöku í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum
  • Handbók móttökubarna í skipulagt frístundastarf
  • Tilraunaverkefni um aukna þátttöku unglinga með annað móðurmál en íslensku inn í félagsmiðstöðvar
  • Samstarfsverkefni milli leiksskóla og frístundaheimila
  • Kynning á fjölgreinaíþróttagreinum fyrir nemendur í 5.bekk
  • Upplýsingaöflun um hagi og líðan barna með annað móðurmál en íslensku
  • og margt fleira.

Frístundir fyrir alla?  Við sem vinnum á vettvangi frítímanns trúum því að skipulagt frístundastarf er mikilvægur þáttur æsku landans, þar sem börn og unglingar eigi rétt á uppbyggilegu starfi í sínum frítíma. Það ber hins vegar að hafa í huga að við búum í samfélagi sem einkennist orðið af ,,fjölmenningu“ og okkur ber skylda að gæta þess að starfið okkar taki mið af ólíkum þörfum einstaklingana. Ef við ætlum okkur að geta sagt að allir hafi sama aðgengi að skipulögðum frítíma óháð kyni, uppruna og trú þurfa þeir aðilar sem á þessum vettvangi að hugsa líka út fyrir ramman og huga að ólíkum þörfum barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Losum okkur undan viðjum vanans og reynum að stíga skrefið í átt að því að mæta börnum og unglingum, óháð uppruna, á þeirra eigin vettvangi en ekki reyna að láta alla passa inn í ,,ramman okkar“.

Til frekari upplýsinga um verkefni á vegum Kamps er að finna á www.kampur.is og/eða að hafa samband við Dagbjört Ásbjörnsdóttir, [email protected]