Áhættuhegðun unglinga

 

Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.

Lesa meira “Áhættuhegðun unglinga”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?

eyglo sofusVið lestur á lokaverkefni Huldu Orradóttur um samverutíma unglinga og foreldra komst ég að mikilvægi samverustunda. Á unglingsárunum breytist margt í lífi unglinga, sjálfstæði unglingsins eflist og vinir fara að verða mikilvægir. Þó svo að þessar breytingar eigi sér stað er samband unglinga og foreldra mjög mikilvægt fyrir tilfinningalegt öryggi unglings. Það að foreldrar og unglingar verji tíma saman hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir í lífi unglinga. Það eru margar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þessa tíma. Samverustundir unglinga og foreldra hafa til dæmis jákvæð áhrif á þroska og heilbrigði unglinga. Þeir unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum glíma síður við félagsleg og sálræn vandamál og það eru minni líkur á áhættuhegðun hjá þeim unglingum. Samverutíminn getur dregið úr eða jafnvel komið í veg fyrir þau áhrif sem vinir hafa á unglinga og getur þessi tími einnig dregið úr afbrotahegðun.   Lesa meira “Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?”

Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?

liljaAð foreldrar verji tíma með börnum/unglingum sínum er svo ótrúlega mikilvægt og tíminn er dýrmætur. Unglingar sem verja miklum tíma með foreldrum sínum sýna síður áhættuhegðun og leiðast síður út í slæman félagsskap. Einhverjir foreldrar sjá ekki mikilvægi þess að verja frítíma sínum með börnunum sínum en þegar þau komast á unglingsárin er slæmt fyrir þau að vera látin afskiptalaus, þá er einnig erfitt að fara að festa samverustundir í sessi sem börnin/unglingarnir og foreldrarnir eru ekki vön og er ekki í þeirra fjölskyldumynstri. Það er svo mikilvægt að foreldrar haldi góðu sambandi við unglinginn sinn því unglingsárin eru svo mikið mótunarskeið í lífi þeirra og það er ótrúlega mikið nýtt að gerast hjá þeim og auðvitað þurfa þau leiðsögn. En ef unglingarnir finna að þau geti treyst foreldrum sínum eru meiri líkur á að þau biðji um ráð frá þeim. Traust á milli foreldra og unglings spilar svo stóran part í þessu en auðvitað þurfa unglingar ákveðið frelsi til að átta sig á hlutunum sjálf. Lesa meira “Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?”

2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!

anna liljaKannski er ég með óráði að ganga plankann sjálfviljug að hætta mér inn í umræðuna um getuskiptingu, sérhæfingu, afreksstefnur og fleira en ég held nú samt áfram að ganga með dirfsku og einlægni að vopni. Nú starfa ég sem handknattleiksþjálfari samhliða námi mínu í tómstunda- og félagsmálafræði og hef eftir fremsta megni reynt að sinna því ábyrgðarhlutverki með sæmd og af virðingu. Stúlkurnar sem að ég þjálfa eru í 7.-8. bekk og verð ég að teljast afar heppin að fá að starfa með jafn skemmtilegum, flottum og metnaðarfullum stelpum. Það er hinsvegar fyrir hvert mót þegar komið er að því að tilkynna liðaskiptinguna að mér kemur það til hugar að halda til fjalla, finna mér helli og vera þar um sinn þar til vikan fyrir mót er afstaðin.

Lesa meira “2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!”